Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Forsíđa

ATH! Mánudaginn 30. janúar opnaði nýr gámavöllur  í landi Grímsstaða. Á nýja gámavellinum mun starfsmaður sveitarfélagsins taka á móti flokkuðu sorpi samkvæmt þeim reglum sem gilda.
Athugið að KLIPPIKORTIN eru tilbúin til afgreiðslu á skrifstofu Skútustaðahrepps .
Hér má sjá allar nánari upplýsingar um Gámavöllinn.

Opnunartími gámavallar:
Opnunartíma gámavallarins verður breytt frá og með laugardeginum 15. apríl n.k. og verður sem hér segir:
Miðvikudaga kl. 15:00-16:00.
Laugardaga kl. 10:00-12:00.


Fréttir

6.9.2017

NÝ HEIMASÍĐA: www.skutustadahreppur.is

Þessi heimasíða, www.myv.is,  er ekki uppfærð lengur og verður slóðin tekin úr umferð á næstu vikum. Ný og uppfærð snjallsímavæn heimasíða Skútustaðahrepps hefur verið tekin í notkun. Þar sem hún er snjallsímavæn aðlagar hún sig að því tæki sem hún er skoðuð í.  Jafnframt hefur nýtt lén hefur verið tekið í notkun sem er www.skutustadahreppur.is .  Gamla lénið (myv.is) verður áfram í notkun í einhvern tíma en verður svo lagt niður.

Jafnframt verður netföngum starfsfólks (öðrum en í Reykjahlíðarskóla) breytt þannig á næstu dögum að þau enda á skutustadahreppur.is í stað myv.is.

Gamla heimasíðan var barn síns tíma. Ný heimasíða er liður í aukinni og bættri þjónustu sveitarfélagsins. Við viljum hafa síðuna lifandi og því viljum við miðla því sem er um að vera í sveitarfélaginu.
Allar ábendingar um heimasíðuna eru vel þegnar og mikilvægt að upplýsingar sem þar eru séu réttar. Vinsamlegast sendið línu á heimasida@myv.is (breytist svo í heimasida@skutustadahreppur.is)  
Þeir sem vilja senda inn fréttir eða viðburði á heimasíðuna eru hvattir til að gera það og senda á netfang heimasíðunnar.

Rétt er að taka fram að heimasíðan er með frekar einföldu sniði til að byrja með en síðan verður byggt ofan á það efni sem nú er komið inn. Því má segja að heimasíðan verði í mótun fram eftir vetri. Meðal annars koma eldri fundargerðir inn á síðuna á næstu vikum.
Þetta er fyrsti áfangi heimasíðunnar af þremur. Í öðrum áfanga verður gerð ný heimasíða fyrir Reykjahlíðarskóla sem jafnframt verður hluti af þeirri nýju. Í þriðja áfanga verður gerð ný heimasíða fyrir leikskólann Yl.
Skútustaðahreppur

29.8.2017

Starfsmađur óskast viđ leikskólann Yl

Starfsmaður óskast við Leikskólann Yl í Mývatnssveit. Um er að ræða 100% stöðu. Kostur er að umsækjandi hafi leikskólakennararéttindi, sérkennsluréttindi eða aðra sambærilega menntun og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknafrestur er til 1. september. Eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

28.8.2017

Vetraropnun í íţróttamiđstöđ

Frá og með 1. september n.k. tekur vetraropnun gildi í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps.

24.8.2017

Sveitarstjórapistill nr. 17

Sveitarstjórapistill nr. 17 er kominn út í dag 24. ágúst 2017 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær. Í pistlinum er m.a. fjallað um að nemendur Reykjahlíðarskóla fá ókeypis skólagögn, setningu skólans, stækkun og fjölgun á leikskólanum Yl, enn öflugri tónlistarkennslu, ráðningu nýs skrifstofustjóra, nýja og snjallsímavæna heimasíðu sveitafélagsins sem fer í gagnið um mánaðarmótin, rakin nýjustu tíðindi af fráveitumálum, beiðni ÁTVR að opna áfengisverslun í Mývatnssveit, svo eitthvað sé nefnt.

16.8.2017

60. fundur sveitarstjórnar

60. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 23. ágúst 2017 og hefst kl. 09:15.

Viđburđir

 «Nóvember 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
   1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd