Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Fréttir

14.5.2014

Frá íţróttamiđstöđ

Íþróttamiðstöðin verður lokuð föstudaginn 16. maí og laugadaginn 17. maí, vegan viðhalds og málningarvinnu.

14.5.2014

Sveitarstjórnarkostningar 31. maí 2014

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verða þá kjörnir fulltrúar til setu í sveitarstjórnum um allt land. Sveitarfélögin eru 74 talsins en í nokkrum þeirra er sjálfkjörið í sveitarstjórn þar sem aðeins einn listi er í boði.

10.5.2014

Auglýsing frá kjörstjórn Skútustađahrepps

Kjörstjórninni barst aðeins einn framboðslisti áður en framboðsfrestur rann út kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014 og fer því eins og stendur í 29 gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5, 6. mars 1998:

"29. gr.  Nú kemur aðeins fram einn framboðslisti og skal þá yfirkjörstjórn framlengja framboðsfrest um tvo sólarhringa. Komi ekki fram nýr framboðslisti áður en þeim fresti lýkur verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn."

Kjörstjórn verður á skrifstofu hreppsins frá kl. 11.00 til 12.00 mánudaginn 12. maí og tekur við framboðslistum ef þeir berast.

     

                                                                                 10. maí 2014

                                                                                 Kjörstjórn Skútustaðahrepps,

                                                                                 Finnur Baldursson (sign)

                                                                                 Friðrik Lange (sign)

                                                                                 Edda Stefánsdóttir (sign)

6.5.2014

71. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 8. maí kl: 09:15

22.4.2014

70. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 23. apríl kl: 09:15

10.4.2014

Forval vegna utanhússmálningar

Skútustaðahreppur hefur ákveðið að efna til forvals vegna utanhússmálningar á eftirfarandi fasteignum sveitarfélagsins:  Reykjahlíðarskóla, Helluhrauni 10 og Skútahrauni 2, að hluta.  Verkið skal framkvæma n.k. sumar og um er að ræða undirbúningsvinnu, málningu útveggja, glugga, útihurða og þaka.

9.4.2014

Auglýsing um skipulag Hverir

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 14. nóvember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis við Hveri austan Námafjalls skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er auglýst samhliða tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútstaðahrepps 2011-2023 sem sveitarstjórn samþykkti að auglýsa 13. febrúar s.l. skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga.  Breytingartillagan varðar nýtt verslunar og þjónustusvæði 370-V við Hveri. Tillögunum fylgja umhverfisskýrslur.

2.4.2014

69. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, föstudaginn 4. apríl kl: 09:15

2.4.2014

Auglýsing um skipulag í Garđi 2

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með til kynningar eftirfarandi skipulagslýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag á jörðinni Garði II í Mývatnssveit í Skútustaðahreppi: 

24.3.2014

Auglýsing um skipulag, breyting á ađalskipulagi og deiliskipulag Sel hótel Mývatn

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 13. febrúar s.l. að auglýsa samhliða eftirfarandi skipulagstillögur:
Breyting á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.
Sel-Hótel Mývatn, deiliskipulag

20.3.2014

Auglýsing um deiliskipulag vinnubúđa v/Jökulsá á Fjöllum

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Norðurþings auglýsa hér með skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, sem Vegagerðin hefur ákveðið í samráði við Skútustaðahrepp og Norðurþing að gera vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmdar á Hringvegi (1).

12.3.2014

Vatnajökulsţjóđgarđur fundarbođ

Mótun breytinga á stjórnunar- og verndaráætlun er að hefjast og til þess að afla upplýsinga um hugmyndir og afstöðu hagsmunaaðila er boðað til tveggja samráðsfunda:

  • Á Hótel Héraði, Egilsstöðum, laugardaginn 15. mars, kl. 12-14.
  • Á Hótel Natura, Reykjavík, fimmtudaginn 27. mars kl. 16-18

Fundirnir eru öllum opnir
Dagskrá og fundarboð má sjá hér.

11.3.2014

68. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíða­vegi 6, fimmtudaginn 13. mars.  2014, kl 09:15.

4.3.2014

Hótellóđ í landi Grímsstađa

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags skv. 1. mgr. 40 gr. fyrrgreindra laga.

25.2.2014

67. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 27. febrúar kl: 10:00

11.2.2014

66. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 13. febrúar 2014 kl:: 9:15

10.2.2014

Söfnun á landbúnađarplasti til endurvinnslu

Hér má finna bækling með leiðbeiningum um söfnun landbúnaðarplasts, smellið á línuna

http://issuu.com/gamar.is/docs/landbunadarplast?e=3980049/2756682

7.2.2014

Háskólanemar í sumarverkefni

Þekkingarnet Þingeyinga stendur ár hvert fyrir rannsóknaverkefnum sem unnin eru á sumrin í samstarfi við háskólanema.

5.2.2014

Laust starf viđ rćstingu

Skútustaðahreppur auglýsir laust til umsóknar starf við ræstingu í leikskóla og á skrifstofu sveitarfélagsins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars n.k. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar og skal skila umsóknum á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðaveg 6. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 464-4163.

22.1.2014

Auglýsin um skipulag, Skútustađagígar og Hverfjall

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 23. janúar 2014 að auglýsa eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010

21.1.2014

65. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 23. janúar kl: 09:15

16.12.2013

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Þegar vinna við gerð aðalskipulagstillögu, eða breytingu á aðalskipulagi, hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með eftirfarandi skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023:

10.12.2013

63. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 12. desember kl: 14:30

3.12.2013

Deiliskipulag ferđaţjónustusvćđis á Stöng

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með skv.1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis á Stöng í Mývatnssveit.

3.12.2013

Kynningarfundur um skipulagsmál

Skipulags- og umhverfisnefnd Skútustaðahrepps boðar hér með til almenns kynningarfundar í Reykjahlíðarskóla þriðjudaginn 10. desember n.k. kl. 16:30-18:30, þar sem kynntar verða  eftirtaldar skipulagstillögur skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

28.11.2013

Elska – einleikur eftir Jennýju Láru Arnórsdóttur

Eru einkenni sannrar ástar þau sömu í dag og þau voru um miðbik síðustu aldar? Hafa þau breyst? Eða hefur skilgreining okkar á sannri ást breyst í gegnum tíðina? Hvað hefur breyst?

 

 

26.11.2013

62. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 28. nóvember kl 10:00

26.11.2013

Ađventuhátíđ Jólasveinanna í Dimmuborgum

Aðventuhátíð Jólasveinanna í Dimmuborgum verður laugardaginn 30. nóvember kl: 16-20.
Jólasveinarnir í Dimmuborgum verða í fullu fjöri að undirbúa sig fyrir jólin.  Það verður mikil gleði þar sem að jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla, syngja og segja sögur.

 

20.11.2013

Ađventudagskrá í Mývatnssveit 2013

Að venju verður mikið um að vera í Mývatnssveit á aðventunni, dagskrána má nálgast hér.

20.11.2013

Frá sjónarhóli frumkvöđuls

Fimmtudaginn 21. nóvember kl: 17:00 verður skemmtilegur fyrirlestur í Hótel Reykjahlíð.
Nánar hér.


Viđburđir

 «Ágúst 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
  12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd