Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Fréttir

13.5.2013

Kynningar- og samráđsfundur vegna Bjarnarflagsvirkjunar

Landsvirkjun býður til opins íbúafundar í Reykjahlíðarskóla, mánudaginn 13. maí kl. 16.30
Fulltrúar frá Landsvirkjun munu greina frá undirbúningi og rannsóknum vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Bjarnarflagi
og mögulegum áhrifum sem tengjast aukinni raforkuframleiðslu á svæðinu.
Árni Einarsson frá Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn kynnir rannsóknir á lífríki Mývatns.
Að loknum erindum verða spurningar og umræður.
Allir velkomnir.

6.5.2013

53. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 8. maí kl: 09:00

11.4.2013

Auglýsing um skipulag

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundum sínum 27. mars og 10. apríl s.l. að kynna eftirfarandi skipulagslýsingar skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram áherslur sveitarstjórnar við deiliskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli og kynning og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulagslýsingar munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps til og með fimmtudeginum 2. maí 2013. Þeim sem vilja gera athugasemdir við skipulagslýsingarnar eða koma með ábendingar er gefinn kostur á að koma þeim á framfæri við skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is.
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps
Auglýsing um skipulag, deiliskipulag vinnubúða Bjarnarflagsvirkjunar, deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar
eða á  http://www.myv.is/stjornsyslan/skipulagsmal/deiliskipulag/tillogur-i-auglysingu/ 

2.4.2013

Unglingavinna - sumariđ 2013

Unglingum fæddum árin 1998 og 1999 er gefinn kostur á að sækja um vinnu í 3 tíma á dag (fyrir hádegi) í u.þ.b. tvo mánuði í sumar. Unglingum fæddum árið 1997 er gefinn kostur á að sækja um vinnu í 7 tíma á dag (fyrir og eftir hádegi) í u.þ.b. tvo mánuði í sumar.
Umsóknum skal skilað (nægjanlegt að hringja í skrifstofu Skútustaðahrepps s: 464-4163) í síðasta lagi 12. apríl.
Verði fáar umsóknir um unglingavinnuna kann svo að fara að ekki verði unnt að halda henni úti.

21.3.2013

Deiliskipulag Kröfluvirkjunar

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir að nýju tillögu að deiliskipulagi Kröfluvirkjunar skv.1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillöguuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn frá og með 2. apríl til og með 15. maí 2013. Athugasemdafrestur er til 15. maí 2013.
Skjölin eru fjögur og má nálgast þau með því að smella hér: auglýsing,  uppdráttur A, uppdráttur B, stækkun Kröflu.
Eða á: www.myv.is/Stjórnsýslan/Skipulagsmál/Deiliskipulag/Tillögur í auglýsingu

 

12.3.2013

50. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 13. mars kl: 09:00

5.3.2013

Nefnd um endurskođun stjórnfyrirkomulags Vatnajökulsţjóđgarđs bođar til opins fundar í Skjólbrekku mánudaginn 11. mars kl. 20:00

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs eins og tilgreint er að skuli gert í bráðabirgðaákvæði laganna um garðinn.

19.2.2013

49. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 21. febrúar 2013, kl: 13:30.

29.1.2013

Deiliskipulag Kröfluvirkjunar

Almennur kynningarfundur skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna tillögu að deiliskipulagi Kröfluvirkjunar verður haldinn í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit fimmtudaginn 31. janúar kl. 16:30.
Skipulagshöfundar frá Landslagi ehf. munu kynna deiliskipulagstillöguna og fulltrúar frá Landsvirkjun munu sitja fyrir svörum varðandi deiliskipulagið.

Skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps.

 

25.1.2013

Tilkynning - skipulags og byggingarfulltrúi.

Þann 1. janúar s.l. tók Bjarni Reykjalín, sameiginlegur skipulagsfulltrúi, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps einnig við starfi byggingarfulltrúa sömu sveitarfélaga.

 

17.1.2013

Auglýsing um deiliskipulag

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með skv.1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi fyrir smáhýsi og íbúðarhús með þjónustuaðstöðu í landi Skútustaða II í Skútustaðahreppi.

14.1.2013

Opinn vinnufundur vegna sóknaráćtlunar Eyţings

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boðar til vinnufundar vegna gerðar sóknaraætlunar Eyþings þriðjudaginn 15. janúar kl. 16:00 í Skúlagarði í Kelduhverfi. Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 19:00.

.

8.1.2013

47. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 10. janúar kl: 13:30

7.12.2012

46. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 12. desember kl: 13:30

16.11.2012

Vísa sem sveitarstjóri fékk vegna vargeyđingar

Sveitarstjóri fór á ársfund Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar sl. þriðjudag og flutti erindi um veiðar á ref og mink. Hún hlaut að launum þessa vísu.

13.11.2012

Menningarráđ Eyţings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norđausturlandi

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.

12.11.2012

45. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 14. nóvember  kl: 14:00

1.11.2012

Frá íţróttamiđstöđ

Nú hefur verið opnuð bloggsíða fyrir íþróttamiðstöðina, þar kemur fram opnunartímar, hvað er um að vera í íþróttamiðstöðinni og fleira. Smellið hér til hægri á Íþróttamiðstöð bloggsíða.

26.10.2012

Auglýsing um skipulag

Tillaga að Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.
Breyting á deiliskipulagi Birkilands, frístundabyggðar í landi Voga 3, Skútustaðahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi hótellóðar í landi Arnarvatns í Skútustaðahreppi.
Nánari auglýsing.
Skoða má skipulagstillögurnar nánar á vefnum. Til vinstri á síðunni skal smella á "stjórnsýsla - skipulagsmál -aðalskipulag/deiliskipulag. Og þar undir er hægt að velja tillögur í auglýsingu og velja svo hvert málefni fyrir sig.

 

26.10.2012

Kynningarbćklingur um jarđskjálfta

Kynningarbæklingur um varnir og viðbrögð við jarðskjálftum  mun berast á öll heimili á Húsavík, Reykjahverfi, Tjörnesi og Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi fyrir helgi.

23.10.2012

44. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 25. október kl 14:00

16.10.2012

Auglýsing um kjörfund í Skútustađahreppi vegna Ţjóđaratkvćđagreiđslu 20. október 2012.

Kosið verður í einni kjördeild í Skjólbrekku.
Kjörfundur verður settur kl. 10 árdegis og stendur til kl. 18 síðdegis.

11.10.2012

Utankjörfundaratkvćđagreiđsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fer þann 20. október 2012, er hafin við embætti sýslumannsins á Húsavík.

9.10.2012

43. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíða­vegi 6, fimmtudaginn 11. okt.  2012, kl. 13:30.

3.10.2012

Kynningarfundur

Kynningarfundur skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna deiliskipulags hótellóðar í landi Arnarvatns verður haldinn í Sel hótel Mývatni mánudaginn 8. október kl. 16:00.  Skipulagsráðgjafar frá Verkfræðistofunni Mannviti á Húsavík kynna tillöguna og svara fyrirspurnum.  Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps

26.9.2012

Orđsending til fasteignaeigenda og framkvćmdaađila í Skútustađahreppi

Mánudaginn 1. október n.k. verða byggingarfulltrúi, skipulagsfulltrúi, heilbrigðisfulltrúi og slökkviliðsstjóri í eftirlitsferð í Skútustaðahreppi. Þeir munu einnig vera til viðtals fyrir þá aðila sem þess óska og er tímapöntunum veitt móttaka á skrifstofu Skútustaðahrepps í síma 464 4163 fram að hádegi  föstudaginn 28. september. Sveitarstjóri

21.9.2012

Til jarđeigenda í Skútustađahreppi

Eins og flestum er kunnugt varð mikið tjón á rafmagnslínum í Mývatnssveit í óveðrinu sem gekk yfir í síðustu viku. Víða liggja rafmagnsstrengir ofanjarðar sem er ófært með öllu. Rarik hefur mikinn áhuga á að koma þessum strengjum í jörðu sem fyrst  en til þess þarf samþykki  jarðeigenda. Ekki er tími til að fara eftir ýtrustu reglum um framkvæmdaleyfi hvað þetta varðar, allir verða að leggjast á eitt til að framkvæmdir geti hafist.

19.9.2012

42. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíða­vegi 6, fimmtudaginn 20. sept.  2012, kl. 13:30.

18.9.2012

Íbúafundir vegna óveđurs

Íbúafundir verða haldnir í umdæmi sýslumannsins á Húsavík vegna afleiðinga óveðursins síðustu daga.
Fundirnir fara fram miðvikudaginn 19. september, sem hér segir:
Skjólbrekka Mývatnssveit kl: 10:00
Ýdalir Aðaldal kl: 13:30
Stórustjarnaskóla Ljósavatnsskarði kl: 17:00
Fjölmargir fulltrúar hins opinbera og ýmissa félagasamtaka mæta á fundinn og sitja fyrir svörum.
Svavar Pálsson sýslumaður.

14.9.2012

Áfallahjálp í Ţingeyjarsýslum

Kæri íbúi
Samráðshópur um áfallahjálp í Þingeyjarsýslu hefur að höfðu samráði við almannavarnir ákveðið að senda þetta bréf í kjölfar alvarlegra atburða í héraðinu. Tilgangurinn með bréfinu er að veita þér upplýsingar um viðbrögð eftir alvarlegt áfall og hvert þú getur leitað ef eigin úrræði duga þér ekki til að ná fyrra jafnvægi.

Eðlileg viðbrögð við alvarlegu áfalli. Snúum bökum saman

Atburður sem raskar öryggi þínu veldur mikilli streitu í líkamanum. Mikilvægt er að horfast í augu við líðan sína og hvenær ástæða er til þess að leita stuðnings hjá fagfólki.

Að finna fyrir geðshræringu fyrst eftir alvarlegt áfall ber vott um heilbrigði og þess vegna eru einkenni eins og hræðsla, reiði, grátur og hlátur eðlileg viðbrögð við streitu en sömuleiðis geta svefntruflanir, dofi og afneitun verið eðlilegur hlutur fyrstu dagana og vikurnar eftir áfallið. Gott er að vita að eftir alvarleg áföll nægir flestum sú áfallahjálp og stuðningur sem nákomnir og vinir geta veitt. Tilfinningarnar geta þó borið þig ofurliði og það er alls ekki víst að fyrri reynsla og bjargráð dugi til að halda sjó. Einmitt þess vegna getur þú þurft á stuðningi og hvatningu fagfólks að halda.

Forvörn felst í stuðningi og hvatningu.

Mikilvægt er að fyrirbyggja að sálrænn sársauki þróist yfir í þunglyndi og áfallaröskun sem eru vandmeðfarnir sjúkdómar. Þess vegna er nauðsynlegt að vita að ef streitueinkennin sem lýst er hér að ofan verða viðvarandi getur það bent til þess að þú þurfir á meiri stuðningi að halda en vinur eða ættingi getur veitt.

Heilsugæslan hefur á að skipa áfallateymi og hægt er að ná sambandi við fagfólk þess í síma 4640500. Starfsfólk heilsugæslunnar, prestar, sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands og fagfólk hjá félagsþjónustunni er boðið og búið að veita þér aðstoð eftir þörfum. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er einnig opinn allan sólarhringinn.

Samráðshópur um áfallahjálp á neyðartímum sími 8607740 (Sigríður Jónsdóttir):

Áslaug Halldórsdóttir, Díana Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sighvatur Karlsson, Sigríður Jónsdóttir, Unnsteinn Ingason, Örnólfur J. Ólafsson


Viđburđir

 «Júlí 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd