Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Fréttir

23.2.2017

Sumarfrí leikskólans 2017 og 2018

Leikskólinn Ylur sumarlokun.

23.2.2017

Sveitarstjórapistill nr. 8

Sveitarstjórapistill nr. 8 er kominn út. Meðal annars er fjallað um fólksfjölgun, frárennslismál, flygilinn í Skjólbrekku, aðalfund Mývetnings, endurbætta líkamsrækt, kveðjuhóf, frístundaheimili og ýmsa viðburði. 

22.2.2017

Hundar á lögbýlum undanţegnir skráningagjaldi

Rétt er að taka fram vegna góðra ábendinga sem bárust vegna auglýsingar um nýja samþykkt um hunda- og kattahald að nytjahundar, m.a. hundar sem notaðir eru við búrekstur á lögbýlum í umdæmi sveitarstjórnar, eru undanþegnir skráningagjaldinu, líkt og kemur fram í reglugerðinni (sjá 8. gr.). Hins vegar þarf að skrá alla hunda á skrifstofu Skútustaðahrepps.

20.2.2017

Viđbrögđ viđ vá – Reykjahlíđarskóli

Viðbragðsáætlun vegna óveðurs, eldgos og jarðskjálfta fyrir Reykjahlíðarskóla.

17.2.2017

Viđbragđsáćtlun vegna óveđurs – leikskólinn Ylur

Á skólanefndarfundi þann 16. febrúar 2017 var samþykkt viðbragðsáætlun vegna óveðurs fyrir leikskólann Yl.

17.2.2017

51. fundur sveitarstjórnar

51. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 22. febrúar 2017 og hefst kl. 09:15.

16.2.2017

Starfsmađur óskast á leikskólann Yl

Starfsmaður óskast við leikskólann Yl í Mývatnssveit. Um er að ræða 87% starfshlutfall. Kostur er að umsækjandi hafi leikskólaréttindi, sérkennsluréttindi eða aðra sambærilega menntun og geti hafið störf 13. mars. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

16.2.2017

Sumarstarf í íţróttamiđstöđinni

Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps auglýsir eftir sumarstarfsmanni sumarið 2017. Starfið felur í sér þrif, afgreiðslustörf og annað sem til fellur. Reynsla af afgreiðslustörfum og þrifum er kostur.

15.2.2017

Álagning Fasteignagjalda 2017

Álagningu fasteignagjalda fyrir 2017 í Skútustaðahreppi er að ljúka. Gjalddagar eru átta, sá fyrsti 1. mars n.k. Gjalddagi gjalda undir kr. 15.000 er 1. maí n.k. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Verði fasteignagjöld að fullu greidd fyrir eindaga fyrstu greiðslu sem er 31. mars 2017, verður veittur 3,5% staðgreiðsluafsláttur.

15.2.2017

Samţykkt um hunda- og kattahald

Athygli er vakin á því að umhverfis- og auðlindaráðuneytið staðfesti þann 5. janúar síðastliðinn „Samþykkt um hunda- og kattahald í Skútustaðahreppi" í samræmi við 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Samkvæmt henni er hundahald heimilað í Skútustaðahreppi að fengnu sérstöku leyfi sveitarstjórnar og að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í samþykktinni.

14.2.2017

Hreppsskrifstofa lokuđ fyrir hádegi miđvikudaginn 15. febrúar

Hreppsskrifstofa Skútustaðahrepps verður lokið fyrir hádegi miðvikudaginn 15. febrúar vegna námskeiðs- og fundahalda starfsfólks. Skrifstofan opnar eftir hádegi, eða kl. 13:00.

8.2.2017

Sólveig kveđur

Eftir hartnær 20 ára farsælan starfsferil á skrifstofu Skútustaðahrepps er síðasti vinnudagur Sólveigar Erlu Hinriksdóttur á hreppsskrifstofunni fimmtudaginn 9. febrúar n.k.

8.2.2017

Umsagnir óskast um nýja lögreglusamţykkt Skútustađahrepps

Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps þann 8. febrúar 2017 var lögð fram tillaga að nýrri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið Skútustaðahrepp til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að á milli umræðna verði lögreglusamþykktin birt á heimasíðu hreppsins og óskað eftir athugasemdum frá íbúum Skútustaðahrepps.

8.2.2017

Sveitarstjórapistill nr. 7

Sveitarstjórapistill nr. 7 er kominn út. Ætlunin er að hann komi út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Þeir sem vilja komast á póstlista og fá hann sendan í tölvupósti eru beðnir að senda línu á sveitarstjori@myv.is

1.2.2017

50. fundur sveitarstjórnar

50. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 8. febrúar 2017 og hefst kl. 09:15.

31.1.2017

Umsóknir í styrkvegasjóđ 2017

Ár hvert sendir Skútustaðahreppur inn umsókn í styrkvegasjóð hjá Vegagerðinni. Styrkvegir eru samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögum. Nú óskar Skútustaðahreppur eftir ábendingum/umsóknum frá aðilum sem hafa áhuga á að fara í lagfæringar á samgönguleiðum sem falla undir skilgreiningar Vegagerðarinnar.

26.1.2017

Nýr gámavöllur tekinn í notkun

Kæru íbúar, sumarhúsaeigendur og rekstraraðilar í Skútustaðahreppi!
Til að bregðast við kostnaðarsömu og úreltu sorphirðukerfi og til að uppfylla nútímakröfur ásamt óskum íbúa um aukna flokkun var gerður þróunarsamningur við Gámaþjónustu Norðurlands sem þjónustuaðila. Markmið þessa samnings er að þróa hagkvæma og skilvirka lausn.

 

25.1.2017

Sveitarstjórapistill nr. 6

Sveitarstjórapistill nr. 6 er kominn út. Ætlunin er að hann komi út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Þeir sem vilja komast á póstlista og fá hann sendan í tölvupósti eru beðnir að senda línu á sveitarstjori@myv.is

24.1.2017

Upplýsingar um nýjan gámavöll

Mánudaginn 30. janúar opnar nýr gámavöllur í sveitarfélaginu sem kemur í stað þeirrar aðstöðu sem fram til þessa hefur verið við Sniðil. Ílát sem þar eru verða tekin.Völlurinn verður vaktaður af starfsmanni sveitarfélagsins og opinn út apríl á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 15 - 16.

24.1.2017

Kynningarfundur miđvikudaginn 25. janúar um nýtt gámastćđi

Kynningarfundur verður haldinn fyrir íbúa og fyrirtæki um nýtt gámastæði í landi Grímsstaða sem tekið verður í notkun um mánaðarmótin. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Skjólbrekku miðvikudaginn 25. janúar n.k. kl. 20:00.

19.1.2017

49. fundur sveitarstjórnar

49. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Hlíðavegi 6, þriðjudaginn 24. janúar 2017 og hefst kl. 09:15.

 

12.1.2017

Sveitarstjórapistill nr. 5

Sveitarstjórapistill nr. 5 er kominn út. Ætlunin er að hann komi út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Þeir sem vilja komast á póstlista og fá hann sendan í tölvupósti eru beðnir að senda línu á sveitarstjori@myv.is

12.1.2017

Uppbyggingarsjóđur Norđurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir áriđ 2017

Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála

11.1.2017

Reglur um sérstakan húsnćđisstuđning

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Reglurnar má sjá hér að neðan. Sérstaklega er vakin athygli á húsnæðisstuðningi vegna 15-17 ára barna  sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér landi.

6.1.2017

48. fundur sveitarstjórnar

48. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Hlíðavegi 6, 11. janúar 2017 og hefst kl. 09:15.

5.1.2017

Umsóknir um styrki vegna lista- og menningarstarfs 2017

Félags- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki vegna lista- og menningarstarfs. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki.

 

5.1.2017

Málefni sveitarfélaga - styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn  allt að þremur meistaranemum styrki  til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.

3.1.2017

Félagsstarf eldri borgara (60+) – Bođiđ upp á akstur

Fyrsta samverustund á nýju ári verður fimmtudaginn 12. janúar n.k.
Starfið er með hefðbundnum hætti, í íþróttahúsi og grunnskólanum

3.1.2017

Gjaldskrár 2017 og sorpdagatal

Búið er að uppfæra gjaldskrár sveitarfélagsins inná heimasíðunni.
Einnig er komið nýtt sorphirðudagatal.

28.12.2016

Seinkun á sorphirđu vegna veđurs

Vegna óveðurs náði Gámaþjónusta Norðurlands ekki að sinna sorphirðu í Mývatnssveit í gær. Gerð verður tilraun til þess í dag og ef ekki næst að ljúka því verður það vonandi hægt á morgun þrátt fyrir slæma veðurspá. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.


Viđburđir

 «Júlí 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd