Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Fréttir

26.11.2015

Kynningarfundur um breytt fyrirkomulag sorphirđu í Skútustađahreppi

Kynningafundur verður haldinn fyrir íbúa um breytt fyrirkomulag sorphirðu í Skútustaðahreppi sem tekið verður upp á næsta ári. Á fundinum munu fulltrúar frá Gámaþjónustu Norðurlands segja frá innleiðingu á nýju flokkunar- og endurvinnslukerfi og svara fyrirspurnum.
Upplýsingabæklingur er nú þegar aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins um úrgangsmál og endurvinnslu, smellið hér. Bæklingurinn verður einnig sendur út til allra íbúa.
Fundurinn verðu haldinn í félagsheimilinu Skjólbrekku, miðvikudaginn 9. desember kl. 20:00.
Íbúar eru eindregið hvattir til að mæta, fá svör við fyrirspurnum og hafa tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri.
Sveitarstjóri

20.11.2015

Stofnun Frćđa/ţekkingarseturs í Mývatnssveit

Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps 25. febrúar 2015 var samþykkt að skipa starfshóp sem kanna myndi möguleika á uppbyggingu fræða/þekkingarseturs í Mývatnssveit. Sjá nánar hér.

6.11.2015

27. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 11. nóvember

23.10.2015

26. fundur sveitarstjórnar Skútustađahrepps

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 29. október 2015, kl 15:00

21.10.2015

Frá skrifstofu

Föstudaginn 23. október verður skrifstofan lokuð.

13.10.2015

Hvađ á gatan ađ heita?

Skipulagsnefnd Skútustaðahrepps óskar hér með eftir tillögum að nafni á nýja götu sem hafnar eru framkvæmdir við í þéttbýlinu í Reykjahlíð.  Tillögum skal skilað til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða á netfangið bjarni@thingeyjarsveit.is fyrir n.k. mánaðamót.

F.h. skipulagsnefndar,

Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi

9.10.2015

Slćgjufundur - frestun

Af óviðráðanlegum ástöðum hefur Slægjufundi og balli verið frestað til 31. október.
Nefndin

9.10.2015

25. fundur sveitarstjórnar Skútustađahrepps

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 14. október kl: 09:15

5.10.2015

Fréttabréf 3. tbl.

Ágætu Mývetningar

Tíminn líður og haustið gengið í garð með allri sinni litadýrð hér í okkar fallegu sveit. Haustið er tími uppskerunnar þar sem bændur heimta fé af fjalli og ferðaþjónustuaðilar kasta mæðinni eftir annasama vertíð.  Á undanförnum misserum hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað nokkuð. Í lok árs 2014 voru íbúar Skútustaðahrepps 6% fleiri en í árslok 2013 og var það mesta hlutfallslega fjölgun íbúa í einu sveitarfélagi á Íslandi. Samkvæmt bráðabirgðatölum á fyrri helmingi ársins 2015 virðist þessi ánægjulega þróun halda áfram. Á vettvangi sveitarfélagsins er unnið að margvíslegum málum sem öll miða í þá átt að gera gott samfélag enn beta og búa eins vel að íbúum  og framast er unnt innan þess fjárhagsramma sem okkur er skammtaður.

25.9.2015

24. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 30. september kl: 09:15

10.9.2015

Starfsmađur óskast til ađ sjá um rćstingar á leikskóla og skrifstofu

Skútustaðahreppur óskar eftir liðlegum og heilsuhraustum einstaklingi til að sjá um ræstingar á leikskólanum Yl og skrifstofu Skútustaðahrepps.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið stöf í október 2015. Launakjör samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaga og Framsýnar.

10.9.2015

Starfsmađur óskast til starfa viđ félagsstarf eldri Mývetninga

Skútustaðahreppur auglýsir eftir hugmyndaríkum og jákvæðum einstaklingi til að sjá um félagsstarf eldri Mývetninga. Í starfinu fellst umsjón með félagsstarfinu einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina. Félagsaðstaða eldri Mývetninga er í Reykjahlíðarskóla

4.9.2015

23. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 9. september kl: 09:15

2.9.2015

Deiliskipulag hótellóđar í landi Grímsstađa.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 24. júní s.l. að auglýsa skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi hótellóðar í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi, rétt norðan Mývatns. Deiliskipulagssvæðið er um 10 ha að stærð.  Í fyrirhuguðu hóteli er gert ráð fyrir 91 gistiherbergi auk 10-15 herbergja fyrir starfsfólk.  Áætluð heildarstærð bygginga er allt að 5000 m² á allt að þremur hæðum.  Megin markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja fram stefnumörkun um uppbyggingu hótels, byggingarreit, húsagerð, aðkomu, bílastæði o.fl og lögð er áhersla á að framkvæmdin verði gerð í sátt við umhverfið og fylgi reglugerð um verndun Mývatns og Laxár.  Umhverfisskýrsla fylgir deiliskipulagstillögunni.

26.8.2015

Styrkir til lista- og menningarstarfs

Félags- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki vegna lista- og menningarstarfs. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki. Nefndin metur umsóknir með menningarstefnu Skútustaðahrepps að leiðarljósi og leggur fyrir sveitarstjórn tillögur til úthlutunar.

21.8.2015

22. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 26. ágúst kl: 09:15

7.7.2015

Skipulagslýsing vegna fyrirhugađs deiliskipulags vegna smávirkjunar viđ Vađöldu.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ákveðið að kynna skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar vinnu við gerð deiliskipulags vegna smávirkjunar við Vaðöldu. Neyðarlínan rekur þar fjarskiptastöð sem í eru farsíma- og Tetrasendar, vefmyndavélar og fleiri búnaður og er hún nú aflfædd með sígengis-olíurafstöð sem staðsett á Vaðöldu. Vegna mengunarhættu hefur Neyðarlínan leitað leiða til að auka rekstraröryggi stöðvarinnar og jafnframt að draga úr hljóð- og loftmengun. Til að aflfæða fjarskiptabúnaðinn er fyrirhugað að byggja litla heimarafstöð sunnan Vaðöldu í hliðarfarvegi Svartár norðaustan við fossinn Skínanda. Áformuð stærð rafstöðvarinnar er 8-10 kW.

1.7.2015

Strćtómiđar til sölu

Í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar er nú hægt að kaupa strætómiða.
Allar nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 464-4225.

1.7.2015

Stćkkun á Hótel Reykjahlíđ

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

24.6.2015

Frá veitustofnun

Fimmtudaginn 25. júní frá kl: 22:00 og fram eftir nóttu verður heitavatnslaust frá Vogum og í Álftagerði að báðum stöðum meðtöldum. Þetta er vegna tenginga á stofnlögn við Óhappið og í Garði.

Ráðsmaður

23.6.2015

Gróđursetning í Höfđa

Í tilefni af því að 35 ár eru liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands fyrst kvenna og 100 ár eru síðan konur fengu kosningarétt á að gróðursetja þrjú tré í Höfða mánudaginn 29. júní kl: 14:30. Þetta er hefð sem Vigdís kom á, í forsetatíð sinni, hún gróðursetti eitt tré fyrir drengi, eitt tré fyrir stúlkur og eitt tré fyrir komandi kynslóðir.
Leikskólabörn munu gróðursetja trén, og að athöfn lokinni fá allir viðstaddir ís.

Allir velkomnir

Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps

18.6.2015

21. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 24. júní kl: 09:15

10.6.2015

KYNNINGARFUNDUR

Skipulag hótellóðar á Flatskalla í landi Grímsstaða

4.6.2015

20. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 10. júní kl: 09:15

3.6.2015

Tilkynning til íbúa vegna breytinga í sorpmálum

Til íbúa Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps - Breytingar í sorpmálum

Gámaþjónusta Norðurlands (GÞN) hefur séð um sorphirðu í sveitarfélögunum í gegnum Sorpsamlag Þingeyinga ehf. undanfarin ár. Þar sem sveitarfélögin eru ekki lengur aðilar að sorpsamlaginu og samningur milli þess og GÞN er útrunnin, mun GÞN frá og með 1. júní  2015 annast sorphirðuna milliliðalaust fyrir sveitarfélögin. Ekki verður veruleg breyting á sorphirðu í fyrstu en sveitarfélögin og GÞN eru að vinna að þróunarsamnings og nýju sorphirðukerfi sem kynnt verður íbúum þegar þar að kemur. Þó er vert að vekja athygli á eftirfarandi:

3.6.2015

Auglýsing um skipulag í Vogum 1

Landeigendur í Vogum I áforma að deiliskipuleggja svæði fyrir ferðaþjónustu og frístundabyggð á landi sínu. Þar er nú rekin ferðaþjónusta sem fyrirhugað er að bæta með fjölgun gistihúsa. Einnig er áformað að skipuleggja lóðir fyrir frístundahús.

Skipulagssvæðið er um 16 ha að flatarmáli. Svæðið nær yfir landareign Voga I frá vatnsbökkum Mývatns og inn á hraunið austan þjóðvegar.  Innan svæðisins eru m.a. íbúðarhús, fjós, fjárhús, hesthús, hlaða, þjónustumiðstöð, gistihús og frístundahús. Aðliggjandi eru bæirnir Hólmar, Björk, Vogar 2 og Vogar 4.

27.5.2015

Munum eftir ruslahreinsun 3. júní 2014

Ruslahreinsun verður miðvikudaginn 3. júní og hefst kl. 17:30. Búið er að skipta sveitinni milli félaga. Á hverjum stað er forsvarsmaður félagsins/félaganna beðinn að skipuleggja hreinsunina.. Á eftir bjóða Skútustaðahreppur og Jarðböðin í grillveislu við Jarðböðin kl. 19:30. Einnig verður frítt í Jarðböðin fyrir ruslatínslufólk. Forsvarsmenn félaga eru beðnir að ná í ruslapoka og hanska skrifstofu hreppsins þennan dag.

21.5.2015

19. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 27. maí kl: 09:15

7.5.2015

Svćđafundir vegna stefnumótunar fyrir Sóknaráćtlun Norđurlands eystra 2015-2019 á Húsavík 12. maí og Raufarhöfn 13. maí

5.5.2015

Hjólađ í vinnuna

Landsátakið Hjólað í vinnuna hefst 6. maí næstkomandi.  Sveitarfélagið vill hvetja öll fyrirtæki í Skútustaðahreppi stór sem smá að taka þátt þetta árið. 

 Viđburđir

 «Júlí 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd