Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Fréttir

10.9.2015

Starfsmađur óskast til ađ sjá um rćstingar á leikskóla og skrifstofu

Skútustaðahreppur óskar eftir liðlegum og heilsuhraustum einstaklingi til að sjá um ræstingar á leikskólanum Yl og skrifstofu Skútustaðahrepps.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið stöf í október 2015. Launakjör samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaga og Framsýnar.

10.9.2015

Starfsmađur óskast til starfa viđ félagsstarf eldri Mývetninga

Skútustaðahreppur auglýsir eftir hugmyndaríkum og jákvæðum einstaklingi til að sjá um félagsstarf eldri Mývetninga. Í starfinu fellst umsjón með félagsstarfinu einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina. Félagsaðstaða eldri Mývetninga er í Reykjahlíðarskóla

4.9.2015

23. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 9. september kl: 09:15

2.9.2015

Deiliskipulag hótellóđar í landi Grímsstađa.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 24. júní s.l. að auglýsa skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi hótellóðar í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi, rétt norðan Mývatns. Deiliskipulagssvæðið er um 10 ha að stærð.  Í fyrirhuguðu hóteli er gert ráð fyrir 91 gistiherbergi auk 10-15 herbergja fyrir starfsfólk.  Áætluð heildarstærð bygginga er allt að 5000 m² á allt að þremur hæðum.  Megin markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja fram stefnumörkun um uppbyggingu hótels, byggingarreit, húsagerð, aðkomu, bílastæði o.fl og lögð er áhersla á að framkvæmdin verði gerð í sátt við umhverfið og fylgi reglugerð um verndun Mývatns og Laxár.  Umhverfisskýrsla fylgir deiliskipulagstillögunni.

26.8.2015

Styrkir til lista- og menningarstarfs

Félags- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki vegna lista- og menningarstarfs. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki. Nefndin metur umsóknir með menningarstefnu Skútustaðahrepps að leiðarljósi og leggur fyrir sveitarstjórn tillögur til úthlutunar.

21.8.2015

22. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 26. ágúst kl: 09:15

7.7.2015

Skipulagslýsing vegna fyrirhugađs deiliskipulags vegna smávirkjunar viđ Vađöldu.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ákveðið að kynna skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar vinnu við gerð deiliskipulags vegna smávirkjunar við Vaðöldu. Neyðarlínan rekur þar fjarskiptastöð sem í eru farsíma- og Tetrasendar, vefmyndavélar og fleiri búnaður og er hún nú aflfædd með sígengis-olíurafstöð sem staðsett á Vaðöldu. Vegna mengunarhættu hefur Neyðarlínan leitað leiða til að auka rekstraröryggi stöðvarinnar og jafnframt að draga úr hljóð- og loftmengun. Til að aflfæða fjarskiptabúnaðinn er fyrirhugað að byggja litla heimarafstöð sunnan Vaðöldu í hliðarfarvegi Svartár norðaustan við fossinn Skínanda. Áformuð stærð rafstöðvarinnar er 8-10 kW.

1.7.2015

Strćtómiđar til sölu

Í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar er nú hægt að kaupa strætómiða.
Allar nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 464-4225.

1.7.2015

Stćkkun á Hótel Reykjahlíđ

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

24.6.2015

Frá veitustofnun

Fimmtudaginn 25. júní frá kl: 22:00 og fram eftir nóttu verður heitavatnslaust frá Vogum og í Álftagerði að báðum stöðum meðtöldum. Þetta er vegna tenginga á stofnlögn við Óhappið og í Garði.

Ráðsmaður

23.6.2015

Gróđursetning í Höfđa

Í tilefni af því að 35 ár eru liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands fyrst kvenna og 100 ár eru síðan konur fengu kosningarétt á að gróðursetja þrjú tré í Höfða mánudaginn 29. júní kl: 14:30. Þetta er hefð sem Vigdís kom á, í forsetatíð sinni, hún gróðursetti eitt tré fyrir drengi, eitt tré fyrir stúlkur og eitt tré fyrir komandi kynslóðir.
Leikskólabörn munu gróðursetja trén, og að athöfn lokinni fá allir viðstaddir ís.

Allir velkomnir

Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps

18.6.2015

21. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 24. júní kl: 09:15

10.6.2015

KYNNINGARFUNDUR

Skipulag hótellóðar á Flatskalla í landi Grímsstaða

4.6.2015

20. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 10. júní kl: 09:15

3.6.2015

Tilkynning til íbúa vegna breytinga í sorpmálum

Til íbúa Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps - Breytingar í sorpmálum

Gámaþjónusta Norðurlands (GÞN) hefur séð um sorphirðu í sveitarfélögunum í gegnum Sorpsamlag Þingeyinga ehf. undanfarin ár. Þar sem sveitarfélögin eru ekki lengur aðilar að sorpsamlaginu og samningur milli þess og GÞN er útrunnin, mun GÞN frá og með 1. júní  2015 annast sorphirðuna milliliðalaust fyrir sveitarfélögin. Ekki verður veruleg breyting á sorphirðu í fyrstu en sveitarfélögin og GÞN eru að vinna að þróunarsamnings og nýju sorphirðukerfi sem kynnt verður íbúum þegar þar að kemur. Þó er vert að vekja athygli á eftirfarandi:

3.6.2015

Auglýsing um skipulag í Vogum 1

Landeigendur í Vogum I áforma að deiliskipuleggja svæði fyrir ferðaþjónustu og frístundabyggð á landi sínu. Þar er nú rekin ferðaþjónusta sem fyrirhugað er að bæta með fjölgun gistihúsa. Einnig er áformað að skipuleggja lóðir fyrir frístundahús.

Skipulagssvæðið er um 16 ha að flatarmáli. Svæðið nær yfir landareign Voga I frá vatnsbökkum Mývatns og inn á hraunið austan þjóðvegar.  Innan svæðisins eru m.a. íbúðarhús, fjós, fjárhús, hesthús, hlaða, þjónustumiðstöð, gistihús og frístundahús. Aðliggjandi eru bæirnir Hólmar, Björk, Vogar 2 og Vogar 4.

27.5.2015

Munum eftir ruslahreinsun 3. júní 2014

Ruslahreinsun verður miðvikudaginn 3. júní og hefst kl. 17:30. Búið er að skipta sveitinni milli félaga. Á hverjum stað er forsvarsmaður félagsins/félaganna beðinn að skipuleggja hreinsunina.. Á eftir bjóða Skútustaðahreppur og Jarðböðin í grillveislu við Jarðböðin kl. 19:30. Einnig verður frítt í Jarðböðin fyrir ruslatínslufólk. Forsvarsmenn félaga eru beðnir að ná í ruslapoka og hanska skrifstofu hreppsins þennan dag.

21.5.2015

19. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 27. maí kl: 09:15

7.5.2015

Svćđafundir vegna stefnumótunar fyrir Sóknaráćtlun Norđurlands eystra 2015-2019 á Húsavík 12. maí og Raufarhöfn 13. maí

5.5.2015

Hjólađ í vinnuna

Landsátakið Hjólað í vinnuna hefst 6. maí næstkomandi.  Sveitarfélagið vill hvetja öll fyrirtæki í Skútustaðahreppi stór sem smá að taka þátt þetta árið. 

 

5.5.2015

Spennandi sumarstarf fyrir afburđa námsmann

Skútustaðahreppur í Mývatnssveit auglýsir eftir háskólanema í ferðamálafræði eða skyldum greinum til þess að sinna ýmsum verkefnum er snúa að uppbyggingu ferðaþjónustu í Mývatnssveit. Um er að ræða tímabundið starf í allt að tvo mánuði. Ráðningartímabil er 1. júní – 31.ágúst 2015.

5.5.2015

Sumaráćtlun Strćtó 2015

Sumaráætlun Strætó hefst eftirtalda daga
  • Suðurland 17. maí
  • Norður- og Norðausturland 31. maí
  • Höfuðborgarsvæðið 7. júní
  • Vestur- og Norðurland 7. júní
  • Suðurnes 7. júní

Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is og í síma 540 2700

29.4.2015

18. fundur sveitarstjórnar Skútustađahrepps

haldinn að Hlíðavegi 6, þriðjudaginn 5. maí kl: 09:30

29.4.2015

Fréttabréf 2. tbl.

Ágætu Mývetningar

Sumarið er gengið í garð samkvæmt tímatalinu þrátt fyrir að veturinn minni enn óþægilega mikið á sig þegar þetta er skrifað. Nú gefur að líta annað tölublað fréttabréfs Skútstaðahrepps sem er liður í viðleitni sveitarstjórnar til að auka upplýsingaflæði til íbúa um málefni sveitarfélagsins. Þá er rétt að benda á heimasíðuna http://www.myv.is/ þar sem má nálgast margvíslegar upplýsingar um málefni sveitarfélagsins s.s fundargerðir sveitarstjórnar og nefnda. Fundagerðir sveitarstjórnar eru einnig birtar í Mýflugunni. Þá er sveitarfélagið komið með síðu á Facebook.

29.4.2015

Vegna verkfallsbođunnar hjá SGS er ljóst ađ akstur strćtó á svćđi Eyţings mun liggja niđri ţá daga sem verkfall stendur yfir.

Tímasetningar verkfallsaðgerðanna SGS:
30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag
6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí)
7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí)
19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí)
20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí)
26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015

Þessa daga verða leiðir 78, 79 og 56 ekki eknar.
Leið 57 fer einungis til Akranes og Borgarnes.

24.4.2015

Sveitarstjórnarfundur - breyttur fundartími

Reglubundnum fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps þann 29. apríl 2015 hefur  verið frestað til þriðjudagsins 5. maí 2015.

Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri

21.4.2015

Laust starf viđ Leikskólan Yl

Óskað er eftir starfsmanni í ótímabundna afleysingu. Um er að ræða 75% starfshlutfall á eldri deild.

Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri, Þóra Ottósdóttir í síma 464-4149 & 895-6731 og deildarstjóri Ingibjörg Helga Jónsdóttir í sima 464-4149 & 821-9404.

Umsóknir skulu berast til leikskólastjóra á netfangið thora@myv.is

 

20.4.2015

Uppbyggingarsjóđur Norđurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar sl.   Sjóðurinn er samkeppnissjóður og  tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings,  Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar  auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.
 

Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða.

 

15.4.2015

Breyting á deiliskipulagi verslunar og ţjónustusvćđis viđ Dimmuborgir

Breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis við Dimmuborgir

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 15. apríl 2015 að auglýsa skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögubreytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis við Dimmuborgir í Mývatnssveit

10.4.2015

17. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 15. apríl kl: 09:15Viđburđir

 «Júní 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
    123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930 

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd