Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Fréttir

5.5.2015

Spennandi sumarstarf fyrir afburđa námsmann

Skútustaðahreppur í Mývatnssveit auglýsir eftir háskólanema í ferðamálafræði eða skyldum greinum til þess að sinna ýmsum verkefnum er snúa að uppbyggingu ferðaþjónustu í Mývatnssveit. Um er að ræða tímabundið starf í allt að tvo mánuði. Ráðningartímabil er 1. júní – 31.ágúst 2015.

5.5.2015

Sumaráćtlun Strćtó 2015

Sumaráætlun Strætó hefst eftirtalda daga
  • Suðurland 17. maí
  • Norður- og Norðausturland 31. maí
  • Höfuðborgarsvæðið 7. júní
  • Vestur- og Norðurland 7. júní
  • Suðurnes 7. júní

Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is og í síma 540 2700

29.4.2015

18. fundur sveitarstjórnar Skútustađahrepps

haldinn að Hlíðavegi 6, þriðjudaginn 5. maí kl: 09:30

29.4.2015

Fréttabréf 2. tbl.

Ágætu Mývetningar

Sumarið er gengið í garð samkvæmt tímatalinu þrátt fyrir að veturinn minni enn óþægilega mikið á sig þegar þetta er skrifað. Nú gefur að líta annað tölublað fréttabréfs Skútstaðahrepps sem er liður í viðleitni sveitarstjórnar til að auka upplýsingaflæði til íbúa um málefni sveitarfélagsins. Þá er rétt að benda á heimasíðuna http://www.myv.is/ þar sem má nálgast margvíslegar upplýsingar um málefni sveitarfélagsins s.s fundargerðir sveitarstjórnar og nefnda. Fundagerðir sveitarstjórnar eru einnig birtar í Mýflugunni. Þá er sveitarfélagið komið með síðu á Facebook.

29.4.2015

Vegna verkfallsbođunnar hjá SGS er ljóst ađ akstur strćtó á svćđi Eyţings mun liggja niđri ţá daga sem verkfall stendur yfir.

Tímasetningar verkfallsaðgerðanna SGS:
30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag
6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí)
7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí)
19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí)
20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí)
26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015

Þessa daga verða leiðir 78, 79 og 56 ekki eknar.
Leið 57 fer einungis til Akranes og Borgarnes.

24.4.2015

Sveitarstjórnarfundur - breyttur fundartími

Reglubundnum fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps þann 29. apríl 2015 hefur  verið frestað til þriðjudagsins 5. maí 2015.

Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri

21.4.2015

Laust starf viđ Leikskólan Yl

Óskað er eftir starfsmanni í ótímabundna afleysingu. Um er að ræða 75% starfshlutfall á eldri deild.

Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri, Þóra Ottósdóttir í síma 464-4149 & 895-6731 og deildarstjóri Ingibjörg Helga Jónsdóttir í sima 464-4149 & 821-9404.

Umsóknir skulu berast til leikskólastjóra á netfangið thora@myv.is

 

20.4.2015

Uppbyggingarsjóđur Norđurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar sl.   Sjóðurinn er samkeppnissjóður og  tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings,  Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar  auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.
 

Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða.

 

15.4.2015

Breyting á deiliskipulagi verslunar og ţjónustusvćđis viđ Dimmuborgir

Breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis við Dimmuborgir

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 15. apríl 2015 að auglýsa skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögubreytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis við Dimmuborgir í Mývatnssveit

10.4.2015

17. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 15. apríl kl: 09:15

1.4.2015

Lausar lóđir í ţéttbýlinu í Reykjahlíđ

Skútustaðahreppur auglýsir hér með lausar lóðir til úthlutunar í þéttbýlinu í Reykjahlíð.
Sjá nánar uppdrátt og byggingarskilmála íbúða- og athafnalóða.

26.3.2015

Reglur um hunda og kattahald í Skútustađahreppi

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps vinnur að endurskoðun á reglum um hunda-og kattahald í sveitarfélaginu. Á neðangreindri vefslóð er hægt að nálgast drög að umræddum reglum sem sveitarstjórn vill á þessu stigi kynna fyrir íbúum og kallar eftir athugasemdum og ábendingum. Reglurnar má finna hér.

Frestur til að senda athugasemdir eða ábendingar er til og með föstudeginum 3. apríl 2015

Athugasemdir og ábendingar óskast sendar á netfangið sveitarstjori@myv.is 

Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri

25.3.2015

Endurgreiđsla á gjöldum í tónlistarskóla

Sveitarstjórn hefur ákveðið að endurgreiða þátttökugjöld nemenda í tónlistarskóla vegna verkfalls tónlistarkennara á haustönn 2014. Endurgreiðslan verður í formi afsláttar á gjöldum vegna vorannar 2015. Þeim nemendum sem hætt hafa námi verður endurgreitt miðað við tímalengd verkfallsins. Ef um systkyni er að ræða og annað systkynið er skráð í tónlistarnám á vorönn 2015 þá verður endurgreiðslan í formi aukaafsláttar á þátttökugjöld á vorönn 2015.

Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri

25.3.2015

Grunnskólakennarar

Kennara vantar í afleysingar vegna fæðingarorlofs við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit skólaárið 2015 - 2016.

20.3.2015

16. fundur sveitarstjórnar Skútustađahrepps

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 25. mars kl: 09:15

17.3.2015

Breyting á deiliskipulagi ferđaţjónustusvćđis í Björk

5.3.2015

15. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 11. mars kl: 09:15

20.2.2015

14. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 25. febrúar kl: 09:15

12.2.2015

Deiliskipulag ferđaţjónustusvćđis á Geiteyjarströnd 1, breyting á ađalskipulagi Skútustđahrepps 2011-2023

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 12. nóvember 2014 að auglýsa eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi og samsvarandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

9.2.2015

13. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 11. febrúar kl: 09:15

23.1.2015

Íbúafundur mánudaginn 26. janúar kl: 20:00

Stefnumótun í ferðaþjónustu í Mývatnssveit.

23.1.2015

12. fundur sveitarstjórnar

haldinn áð Hlíðavegi 28. janúar kl: 09:15

21.1.2015

Styrkir til lista og menningarstarfs

9.1.2015

11. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 14. janúar 2015 kl: 09:15

4.12.2014

10. fundur sveitarstjórnar Skútustađahrepps

haldinn miðvikudaginn 10. desember kl. 09:15, á skrifstofu Skútustaðahrepps

21.11.2014

Tilkynningar um breytingar á lögheimili

Vakin er athygli á að tilkynningar um breytingar á lögheimili þurfa að berast Þjóðskrá Íslands eigi síðar en fimmtudaginn 11. desember svo tryggt sé að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrá miðað við 1. desember þessa árs.   

 

21.11.2014

9. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 26. nóvember 2014 kl: 09:15

19.11.2014

Lokaútkall ársins hjá Vaxtarsamningi Norđausturlands

12.11.2014

Stefnumótun í ferđaţjónustu - íbúafundur

Boðað er til íbúafundar 18. nóvember kl. 19.30 í Skjólbrekku um stefnumótun í ferðaþjónustu í Mývatnssveit.  

7.11.2014

Áhrif á heilsufar og ráđleggingar um viđbrögđ viđ SO2 frá eldgosumViđburđir

 «Júlí 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd