Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Fréttir

13.10.2014

Íbúafundur miđvikudaginn 15. október kl: 20:00

Íbúafundur verður haldinn í Skjólbrekku, Mývatnssveit, miðvikudaginn 15. október nk. kl. 20:00.
Efni fundarins tengist eldsumbrotunum í Holuhrauni og margvíslegra áhrifa þess á daglegt líf fólks.
Fulltrúar almannavarna, Umhverfisstofnunar og viðbragðsaðila sitja fyrir svörum.

Íbúar eru eindregið hvattir til að mæta

3.10.2014

Laust starf viđ heimilishjálp

Skútustaðahreppur  leitar að starfskrafti í hlutastarf til að sinna heimilishjálp í Mývatnssveit.

22.9.2014

Fundur sveitarstjórnar

6. fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 24. september 2014 að Hlíðarvegi 6 og hefst kl 09:15

14.9.2014

Um viđbrögđ viđ óţćgindum vegna brennisteinsmengunnar (S02)

 Á undanförnum vikum hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð SO2 borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa í mörgum sveitarfélögum og hefur styrkur efnisins stundum verið svo mikill að mælt er með mjög afgerandi varnaraðgerðum, svo sem að halda sig innandyra, loka öllum gluggum, hækka hitastig innanhús o.þ.h.

12.9.2014

Mćlingar á Brennisteinsdíoxíđi (SO2) í Mývatnssveit

Á vef Umhverfisstofnunar má sjá mælingar á Brennisteinsdíoxíði (SO2) í andrúmslofti í Mývatnssveit. Mælirinn er staðsettur við Reykjahlíðarskóla. 

5.9.2014

5. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 10. september kl: 09:15

4.9.2014

Garđur 2 deiliskipulag

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 27. ágúst 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúða- og athafnasvæðis á jörðinni Garði II í Mývatnssveit í Skútustaðahreppi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.9.2014

Breytt lega hringvegar viđ Jökulsá á Fjöllum, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps og bæjarráð Norðurþings í umboði bæjarstjórnar samþykktu annars vegar þann 27. ágúst s.l. og hins vegar þann 3. júlí s.l. að auglýsa sameiginlega skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi, sem Vegagerðin hefur gert í samráði við sveitarfélögin vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmda á Hringvegi (1). 

1.9.2014

Hlutverk samráđshóps áfallahjálpar í lögregluumdćmi Norđausturlands í almannavarnaástandi

Unnið hefur verið að skipulagi áfallahjálpar á Íslandi síðastliðin 14 ár og við almannavarnaástand er það hlutverk aðgerðarstjórnar í lögregluumdæminu að virkja samráðshóp áfallahjálpar. Faglega heyrir áfallahjálp undir Landlæknisembættið en ábyrgð á skipulagi í almannavarnaástandi er hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

22.8.2014

Laust starf viđ Leikskólan Yl - Deildarstjóri - sérkennari

Við leitum eftir fagmenntuðum og áhugasömum starfskrafti við leikskólann Yl  frá og með 1. október  n.k. í  100% stöðu. Viðkomandi hefur tækifæri til að koma að skipulagi og mótun á starfsemi leikskólans til framtíðar.

21.8.2014

4. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi6, miðvikudaginn 27. ágúst kl: 09:15

13.8.2014

Ágćtu íbúar Mývatnssveitar

Hef hafið störf sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Viðtalstímar eru á opnunartíma hreppsskrifstofunnar eða eftir nánara samkomulagi. Hægt er að hafa samband í síma 464 4163 eða senda tölvupóst á netfangið sveitarstjori@myv.is


Með von um jákvætt og árangursríkt samstarf.

Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri.

29.7.2014

Frá skrifstofu

Skrifstofa Skútustaðahrepps verður lokuð vikuna eftir verslunarmannahelgi þ.e. frá 5. - 8. ágúst, vegna sumarleyfa.

16.7.2014

Ruslahreinsun

Þeir sem óska eftir að brotamálmar, timbur og hvers kyns rul verði flutt brott af landareignum þeirra eða lóðum á kostnað Skútustaðahrepps, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Skútustaðahrepps í síðasta lagi fyrir miðvikudaginn 30. júlí.

 

16.7.2014

Fréttir af ljósleiđara

Eins og margir vita þá er verið að leggja ljósleiðara um allan Skútustaðahrepp,  verkið gengur vel en hægar en vonir stóðu til.  Staðan í dag er að langt er komið með að leggja inn í öll hús í sveitinni það vonandi klárast í lok júlí en tafir eru meðal annars vegna þess að hluti af strengjunum sem þarf að nota eru á leiðinni til landsins koma um miðjan júlímánuð.  Nú vonumst við eftir að kerfið verði tilbúið í ágúst.

10.7.2014

Einleikurinn Hulduheimar verđur sýndur á Hallarflötinni í Dimmuborgum á hverju kvöldi í júlí

Einleikurinn Hulduheimar verður sýndur á Hallarflötinni í Dimmuborgum á hverju kvöldi í júlí, frá og með sunnudeginum 6. júlí. Sýningar hefjast kl. 20 og fara fram á ensku. Sýningatími eru 30-40 mín.
Allir gestir greiða 2.000 kr., en börn yngri en 12 ára fá frítt í fylgd með fullorðnum (Ath. engin posi).
Sjá nánar hér.

8.7.2014

Kynning á deiliskipulagstillögum

Skipulags og byggingarfulltrúi mun verða með opið hús á skrifstofu Skútustaðahrepps Hlíðavegi 6, 660 Mývatn mánudaginn 14. júlí frá kl. 13:00-16:00 og mun þá kynna fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eftirfarandi skipulagstillögur skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123:

7.7.2014

3. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 9. júlí kl: 09:15

7.7.2014

Ráđning sveitarstjóra í Mývatnssveit

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs sveitarstjóra í Mývatnssveit sem heitir Jón Óskar Pétursson og mun hann hefja störf í byrjun ágúst.
Jón Óskar Pétursson er 39 ára gamall viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur undanfarið stundað meistaranám í alþjóðaviðskiptum og hagfræði við Háskólann í Álaborg í Danmörku. Áður gengdi hann starfi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Jón Óskar er giftur Ólafíu Ingólfsdóttur, grunnskólakennara og þroskaþjálfa og eiga þau þrjú börn á aldrinum fjögurra til fimmtán ára

4.7.2014

Sumartónleikar viđ Mývatn

Fyrstu tónleikarnir eru laugardaginn 5. júlí kl: 21:00 sjá nánari auglýsingu hér.

2.7.2014

Auglýsing um skipulag Hlíđ, ferđaţjónusta

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með til kynningar skipulagslýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis í Hlíð í Mývatnssveit í Skútustaðahreppi: 

24.6.2014

Deiliskipulag ţéttbýlis Reykjahlíđar, Reykjahlíđar og breyting á ađalskipulagi 2011- 2023

24.6.2014

2. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 25. júní  kl 09:15

18.6.2014

Heimbođ á Jónsmessunótt og Ţjóđsögur í Mývatnssveit.

Á Jónsmessu verða tveir viðburðir hjá Mývatnsstofu,
Heimboð á Jónsmessunótt og
Þjóðsögur í Mývatnssveit

 

 

13.6.2014

1. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, mánudaginn 16. júní kl: 09:15

13.6.2014

Fréttatilkynning frá ađalfundi Velferđasjóđs Ţingeyinga

Aðalfundur Velferðasjóðs Þingeyinga var haldinn í Bjarnahúsi á Húsavík 12.maí síðastliðinn.
Stjórn sjóðsins er þannig skipuð:
Formaður er Örnólfur J. Ólafsson sóknarprestur á Skútustöðum, Sara Hólm frá Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga og Huld Aðalbjarnardóttir fjármálastjóri Framsýnar.
Í úthlutunarnefnd sjóðsins eru:
Dögg Káradóttir félagsmálastjóri Norðurþings, Guðlaug Gísladóttir fulltrúi Rauðakrossdeildar Húsvíkur og formaður úthlutunarnefndar er sr.Sighvatur Karlsson sóknarprestur á Húsavík.

13.6.2014

Vinabćjartengsl milli Skútustađahrepps og Sřr-Fron

Í framhaldi af ákvörðunum hreppsnefnda Skútustaðahrepps og Sør-Fron hrepps í Noregi að taka upp vinabæjatengsl milli hreppanna og heimsókn fulltrúa frá Sør-Fron til Mývatnssveitar í seinasta mánuði er lagt til að stofnuð verði  deild Norræna félagsins í Skútustaðahreppi.
Hlutverk deildarinnar yrði m.a. að halda uppi samskiptum við hliðstæða deild í vinabænum Sør-Fron enda átti formaður deildar Norræna félagsins þar Karl Olai Olsen (kaol-ol@online.no) frumkvæði að því að vinabæjatengslin komust á.

10.6.2014

Auglýsing frá kjörstjórn Skútustađahrepps

Einn listi, H-listi borinn fram af Héðni Sverrissyni Geiteyjarströnd og Birgi Haukssyni Hellu, barst fyrir lok framboðsfrests sem rann út kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí  og var því fresturinn framlengdur um tvo sólarhringa til 12 á hádegi 12. maí.
Ekki höfðu borist fleiri listar er þeim fresti lauk .
Kjörstjórn hefur úrskurðað þennan eina lista gildan og er hann því sjálfkjörinn og var ekki kosið í Skútustaðahreppi 31. maí. Á kjörskrá voru 316 eða 159 karlar og 157 konur.

4.6.2014

73. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 5. júní kl: 09:30

20.5.2014

72. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 22. maí kl: 09:15


Viđburđir

 «Ágúst 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
  12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd