Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

15.2.2017

Samžykkt um hunda- og kattahald

Athygli er vakin á því að umhverfis- og auðlindaráðuneytið staðfesti þann 5. janúar síðastliðinn „Samþykkt um hunda- og kattahald í Skútustaðahreppi" í samræmi við 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Samkvæmt henni er hundahald heimilað í Skútustaðahreppi að fengnu sérstöku leyfi sveitarstjórnar og að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í samþykktinni.

Sækja skal um leyfi til hundahalds á skrifstofu Skútustaðahrepps á þar til gerðu eyðublaði. Skráningagjald fyrir hund er 10.400 kr. Gjaldið skal greiða í fyrsta sinn við skráningu hundsins og síðan árlega fyrirfram með gjalddaga 1. maí. Hafi gjaldið eigi verið greitt á eindaga fellur leyfið úr gildi. Skylt er að sækja um leyfi fyrir alla hunda.

Leyfishafar skulu árlega, á tímbilinu október til nóvember, á eigin kostnað færa hunda sína til skoðunar og hreinsunar hjá dýralækni í samræmi við ákvæði XV. kafla reglugerðar nr. 941/2002, um hollustuhætti.

Reglugerðina og gjaldskrána er hægt að kynna sér á heimasíðu sveitarfélagsins, www.myv.is.  

Skútustaðahreppur


Višburšir

 «Jśnķ 2018» 
sunmįnžrimišfimföslau
     12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd