Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

15.2.2017

Samžykkt um hunda- og kattahald

Athygli er vakin á því að umhverfis- og auðlindaráðuneytið staðfesti þann 5. janúar síðastliðinn „Samþykkt um hunda- og kattahald í Skútustaðahreppi" í samræmi við 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Samkvæmt henni er hundahald heimilað í Skútustaðahreppi að fengnu sérstöku leyfi sveitarstjórnar og að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í samþykktinni.

Sækja skal um leyfi til hundahalds á skrifstofu Skútustaðahrepps á þar til gerðu eyðublaði. Skráningagjald fyrir hund er 10.400 kr. Gjaldið skal greiða í fyrsta sinn við skráningu hundsins og síðan árlega fyrirfram með gjalddaga 1. maí. Hafi gjaldið eigi verið greitt á eindaga fellur leyfið úr gildi. Skylt er að sækja um leyfi fyrir alla hunda.

Leyfishafar skulu árlega, á tímbilinu október til nóvember, á eigin kostnað færa hunda sína til skoðunar og hreinsunar hjá dýralækni í samræmi við ákvæði XV. kafla reglugerðar nr. 941/2002, um hollustuhætti.

Reglugerðina og gjaldskrána er hægt að kynna sér á heimasíðu sveitarfélagsins, www.myv.is.  

Skútustaðahreppur


Višburšir

 «Aprķl 2017» 
sunmįnžrimišfimföslau
      1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30      

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd