Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

15.2.2017

Įlagning Fasteignagjalda 2017

Álagningu fasteignagjalda fyrir 2017 í Skútustaðahreppi er að ljúka. Gjalddagar eru átta, sá fyrsti 1. mars n.k. Gjalddagi gjalda undir kr. 15.000 er 1. maí n.k. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Verði fasteignagjöld að fullu greidd fyrir eindaga fyrstu greiðslu sem er 31. mars 2017, verður veittur 3,5% staðgreiðsluafsláttur.

Álagningaseðill 2017 verður sendur út með fyrsta greiðsluseðli. Eftir það verða fasteignagjöld innheimt með rafrænum greiðsluseðlum sem hægt er að greiða í netbanka. Jafnframt mun sama fyrirkomulag gilda um greiðsluseðla vegna hitaveitureikninga. Þeir sem óska eftir að fá áfram sendan heim greiðsluseðil þurfa að láta vita á skrifstofu Skútustaðahrepps fyrir 20. mars n.k.

Fasteignaeigendum er bent á þann möguleika að láta viðskiptabanka sinn sjá um beingreiðslur á fasteignagjöldum eða boðgreiðslur af greiðslukortum.
Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar. Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Frekari upplýsingar um álagningu fasteignagjalda eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins www.myv.  Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið rannveig@myv.is  eða hringja í síma 464 4163.


Višburšir

 «Aprķl 2018» 
sunmįnžrimišfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930     

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd