Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

27.2.2017

OPNUNARFJÖR - TILBOŠ Ķ RĘKTINA

Í tilefni þess að endurbætt og stærri líkamsræktaraðstaða í íþróttamiðstöðinni er nú komin í gagnið verður opnunarfjör laugardaginn 4. mars. Opið frá kl. 10-16.

• Ókeypis í líkamsræktina þann dag
• Tilboð á árskortum (25.900 í stað 33.280 og fyrir hjón 41.900 í stað 52.000).
• Tilboðið gildir til 11. mars.
• 1.000 kr. afsláttur á öðrum kortum aðeins á laugardaginn.

Hákon Ellertsson einkaþjálfari leiðbeinir í líkamsræktarsalnum frá kl. 10:00-12:00 og kennir á tækin.Ekkert gjald, bara mæta á staðinn. Þeir sem vilja fá einkaprógram eru beðnir að skrá sig fyrir næsta laugardag í íþróttamiðstöðinni en greiða þarf fyrir það.

Jóhanna Jóhannesdóttir íþróttaþjálfari leiðbeinir í líkamsræktarsalnum frá kl. 12:00-14:00 og kennir á tækin. Ekkert gjald, bara mæta á staðinn.

Jóhannes Steingrímsson fyrrverandi forstöðumaður segir frá starfseminni á upphafsárunum upp úr kl. 12:00.

Líkamsræktin hefur nú stækkað úr ca. 60 í 150 ferm. og er skipt í þrennt:
Í sal 1 eru upphitunartæki eins og hlaupabretti, róðravél, stígvél og hjól.
Í sal 2 eru lyftingatæki og lóð.
Í sal 3 eru teygju- og styrktarherbergi með speglum.

Kaffi og smá meðlæti á boðstólum í tilefni dagsins.
Vonumst til að sjá sem flesta!

Baldur Sigurðsson knattspyrnukappi og Mývetningur segir um ræktina:
„Ég kíkti í ræktina í íþróttahúsinu um helgina og þetta lítur virkilega vel út, frábær aðstaða! Allt til alls og ég trúi ekki öðru en að það verði seld 357 árskort þann 4.mars."


Višburšir

 «Aprķl 2018» 
sunmįnžrimišfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930     

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd