Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

19.4.2017

Jaršböšin ķ Mżvatnssveit - Skipulags- og matslżsing

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur heimilað Jarðböðunum í Mývatnssveit að gera tillögu að nýju deiliskipulag vegna fyrirhugaðra byggingaráforma félagsins á lóð þess við Jarðbaðshóla. Fyrirhugað er að að byggja nýtt þjónustu-, baðhús með veitingasölu og verslun, um 3.000 m2 með stækkunarmöguleikum í allt að að 5.000 m2. Jafnframt er fyrirhugað að stækka núverandi baðlón um 4-5 þús. m2. Einnig er gert er ráð fyrir í tillögunni nýju 3.000 m2 hóteli með um 50 gistirýmum. Ný deiliskipulagstillaga mun byggja að hluta til á núgildandi deiliskipulagi. Samhliða gerð deiliskipulagstillögu verður gerð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna breytingar á landnotkunarreit (328-S) úr svæði fyrir þjónustustofnanir í verslunar- og þjónustusvæði (328-V), og það stækkað úr 1,9 ha í 10 ha. Megináhersla í nýju deiliskipulagi er að setja ramma um fyrirhugaða starfsemi á svæðinu, vöxt hennar og viðhald. Skipulaginu er ætlað að tryggja góða umgjörð um starfsemina á svæðinu og koma í veg fyrir rask á nærliggjandi svæðum. Lögð er áhersla á að allar framkvæmdir falli eins og kostur er að landslagi og ásýnd svæðisins. Fyrirhugað er að allar eldri byggingar víki fyrir nýjum byggingum.

Þegar vinna við breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags hefst, skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu. Í skipulagslýsingu koma fram áherslur sveitarstjórn við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Haldinn verður almennur kynningarfundur í húsnæði Jarðbaðanna 2. maí n.k. kl. 16:30 þar sem væntanlegar byggingarframkvæmdir og skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags verða kynntar.
Skipulagslýsing mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps frá og með miðvikudeginum 19. apríl til og með miðvikudeginum 10. maí 2017. Lýsingin verður einnig aðgengileg á sama tíma á heimasíðu Skútustaðahrepps: http:www //myv.is undir: Skipulagsauglýsingar (hnappur á forsíðu). Þeim sem vilja gera athugasemdir við lýsinguna eða koma með ábendingar er gefinn frestur til og með 10. maí til að koma þeim skriflega á framfæri til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is.

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar


Višburšir

 «Jśnķ 2018» 
sunmįnžrimišfimföslau
     12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd