Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

21.4.2017

Hvernig skólasamfélag viljum viš hafa ķ Skśtustašahreppi?

Ef þú vilt hafa áhrif á það, þá er tækifærið á málþingi um skólamál í Skútustaðahreppi sem haldið verður miðvikudaginn 26. apríl kl. 20:00 í Skjólbrekku. Við hvetjum alla til að taka þátt, enda þarf heilt þorp til að ala upp barn!

Málþinginu er ætlað að virkja íbúa sveitarfélagsins til þátttöku við að móta áherslur í skólamálum leik- og grunnskóla. Kynntir verða grunnþættir aðalnámskráa og með umræðum lögð drög að því hvernig þeir gætu birst í skólastarfi í Skútustaðahreppi. Grunnþættirnir snúast um læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun, framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif. Jafnframt verður farið yfir samstarf skólastiga og við foreldra, heimanám og margt fleira.
Málþingsstjóri verður Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Stýrihópur um skólastefnu og
skólanefnd Skútustaðahrepps


Višburšir

 «Mars 2018» 
sunmįnžrimišfimföslau
    123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd