Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

14.6.2017

Skśtustašahreppur Heilsueflandi samfélag

heilsuefland 

Á fundi sveitarstjórnar 9. nóvember síðastliðinn lagði sveitarstjóri fram minnisblað um Heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Embætti landlæknis bauð upp á vinnustofur um þessa nálgun fyrir sveitarfélögum á Norðurlandi. Fyrir hönd Skútustaðahrepps mættu Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Soffía Kristín Björnsdóttir kennari og Jóhanna Jóhannesdóttir kennari. Lögð var fram hugmynd að næstu skrefum fyrir Skútustaðahrepp. Sveitarstjórn fagnaði verkefninu og óskaði þátttöku.

Á fundi sveitarstjórnar í morgun var lagður fram samningur Skútustaðahrepps og Embættis Landlæknis um að Skútustaðahreppur verði Heilsueflandi samfélag. Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti skrifaði undir fyrir hönd sveitarfélagsins þann 8. júní síðastliðinn.

Settur verður á stofn stýrihópur sem heldur utan um verkefnið sem er í anda þeirrar lýðheilsustefnu sem unnið hefur verið að í sveitarfélaginu. 


Višburšir

 «Jślķ 2017» 
sunmįnžrimišfimföslau
      1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031     

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd