Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

16.6.2017

Tillaga aš breytingu į deiliskipulagi Hverfjalls

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 1. júní s.l. að auglýsa skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hverfjalls í Skútustaðahreppi, sem tók gildi 29. apríl 2014. 

Helstu breytingar eru þær að lega aðkomuvegar meðfram Hverfjalli og fyrirkomulag bílastæða breytast og einn leggur gönguleiðar frá bílastæðum og upp á Hverfjall fellur út.  Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með föstudeginum 16. júní til og með föstudeginum 28. júlí 2017. 

Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps:  http://www.myv.is undir Skipulagsauglýsingar (hnappur á forsíðu). Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 28. júlí 2017.  Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er  gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests. 

Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir. Bjarni Reykjalín,skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps.


Višburšir

 «Janśar 2018» 
sunmįnžrimišfimföslau
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd