Skútustaðahreppur
Fréttir
16.6.2017
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hverfjalls
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 1. júní s.l. að auglýsa skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hverfjalls í Skútustaðahreppi, sem tók gildi 29. apríl 2014.
Helstu breytingar eru þær að lega aðkomuvegar meðfram Hverfjalli og fyrirkomulag bílastæða breytast og einn leggur gönguleiðar frá bílastæðum og upp á Hverfjall fellur út. Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með föstudeginum 16. júní til og með föstudeginum 28. júlí 2017.
Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.myv.is undir Skipulagsauglýsingar (hnappur á forsíðu). Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 28. júlí 2017. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests.
Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir. Bjarni Reykjalín,skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps.
Tilkynningar
13.3.2017
Starfsmenn í íþróttamiðstöð
28.2.2017
Starfsmaður óskast
23.2.2017
Sumarfrí leikskólans 2017 og 2018
Leit
Mynd
