Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

27.6.2017

Skśtustašahreppur - Skrifstofustjóri

Skútustaðahreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf skrifstofustjóra á skrifstofu sveitarfélagsins. Skrifstofustjóri er yfirmaður reikningshalds, stýrir bókhaldsvinnu og er ábyrgur fyrir því að bókhald sé fært samkvæmt gildandi lögum og reglum. Skrifstofustjóri kemur jafnframt að mannauðsmálum, launamálum og ýmsu fleira. Skrifstofustjóri er staðgengill sveitarstjóra. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
• Þekking og reynsla af bókhaldi og fjárhagsáætlunargerð
• Þekking og reynsla af stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélaga er kostur
• Reynsla á sviði mannauðsmála kostur
• Góð tölvukunnátta (Excel, Navision)
• Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Nákvæmni í vinnubrögðum

Í boði er spennandi starf fyrir einstakling sem hefur metnað til að sýna árangur í starfi.
Til greina kemur að leigja húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 464 4163 eða á netfangið sveitarstjori@myv.is  
Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí n.k.
Skriflegar umsóknir berist á skrifstofu Skútustaðarhepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn eða á netfangið: sveitarstjori@myv.is

Skútustaðahreppur


Višburšir

 «Įgśst 2018» 
sunmįnžrimišfimföslau
   1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031 

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd