Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

3.7.2017

Auglżsing um skipulag ķ Reykjahlķš - Skipulags- og matslżsing

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps áformar breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þannig að gert verði ráð fyrir skólphreinsistöð við Sniðilsveg vestan Múlavegar í Reykjahlíð. Svæðið er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði og er deiliskipulag frá 2014 í samræmi við það. Breytingin felst í því að vestasta hluta athafnasvæðis 117-A verður breytt í iðnaðarsvæði. Jafnframt verður deiliskipulagi breytt og ný iðnaðarlóð skilgreind við Sniðilsveg.

Þegar vinna við gerð deiliskipulagstillögu hefst, skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu. Í skipulagslýsingu koma fram áherslur sveitarstjórn við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Skipulagslýsing skv.1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og matslýsing munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps frá og með fimmtudeginum 6. júlí til og með fimmtudeginum 27. júlí 2017. Lýsingar verða einnig aðgengilegar á sama tíma á heimasíðu Skútustaðahrepps: http:www //myv.is undir: Skipulagsauglýsingar (hnappur á forsíðu). Þeim sem vilja gera athugasemdir við lýsingarnar eða koma með ábendingar er gefinn frestur til og með 27. júlí til að koma þeim skriflega á framfæri til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is.
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður.

Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps

Skipulags- og matslýsing


Višburšir

 «Jślķ 2018» 
sunmįnžrimišfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd