Beint á leiđarkerfi vefsins

Reykjahlíđarskóli

16. Ágúst 2017

Starfsfólk mćtt til starfa

Starfsfólk Reykjahlíðarskóla er nú að týnast til vinnu eftir sumarfrí. Kennarar voru á mjög áhugaverðu námskeiði í Jákvæðum aga á mánudag og þriðjudag á Húsavík ásamt kennurum Borgarhólsskóla.

Skólasetning verður fimmtudaginn 24. ágúst kl:10:00

17. Febrúar 2017

Vetrarfrí

Vetrarfrí....... sjáumst aftur í skólanum fimmtudaginn 23. febrúar....

22. Nóvember 2016

Dagur barnasáttmálans

Dagur barnasáttmálans er 20. nóvember ár hvert og vöktum við athygli nemenda á sáttmálanum 18. - 22. nóvember. 

Grundvallareglurnar fjórar

Þó að öll réttindi Barnasáttmálans séu mikilvæg er almennt gengið út frá því að fjögur ákvæði feli í sér svokallaðar grundvallarreglur, sem tengja saman ólík ákvæði hans.. Grundvallarreglurnar fjórar ganga sem rauður þráður í gegnum allan sáttmálann og er því sérstaklega mikilvægt að hafa þær í huga þegar önnur ákvæði hans eru túlkuð, ekki síst ef ákvæði sáttmálans vegast á.

2. grein Jafnræði – bann við mismunun
Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.

3. grein Það sem barninu er fyrir bestu
Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.

6. grein Réttur til lífs og þroska
Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.

12. grein Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif
Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.
 

3. Nóvember 2016

Árshátíđ

 

Hin árlega árshátíð Reykjahlíðarskóla verður fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 19:30 í skólanum.
Nemendur flytja fjölbreytta skemmtidagskrá og að þessu sinni mun  7. - 10. bekkur  sýna leikritið Glanni glæpur.
Í hléi verður boðið upp á kaffiveitingar.
Aðgangseyrir er kr. 2.500.- fyrir 16 ára og eldri, fyrir skemmtun og kaffi.
Hvetjum alla til að koma og eiga frábæra kvöldstund og styrkja börnin.

Athugið að það er ekki posi á staðnum. 

Allur ágóði rennur í nemendasjóð.

Nemendur og starfsfólk

19. Ágúst 2016

Skólasetning

Skólasetning Reykjahlíðarskóla og Tónlistarskóla Mývatnssveitar verður fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10.
Eftir setningu verða nemendur í skólanum til kl. 12:30, þá verður hádegismatur og síðan keyra skólabílar akstursnemendur heim. Við gerum ráð fyrir að foreldrar komi með börnum sínum og verði í skólanum fram undir kl. 11.
Nemendur eru beðnir að koma með skólatöskur.
Innkaupalistar eru á heimasíðunni.
Skráning í tónlistarskólann hefst eftir skólasetningu.

Tilkynningar


Viđburđadagatal

 «Júní 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
     12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930


Slóđin mín:

Forsíđa

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Mynd