Beint á leiđarkerfi vefsins

Reykjahlíđarskóli

16. Ágúst 2017

Starfsfólk mćtt til starfa

Starfsfólk Reykjahlíðarskóla er nú að týnast til vinnu eftir sumarfrí. Kennarar voru á mjög áhugaverðu námskeiði í Jákvæðum aga á mánudag og þriðjudag á Húsavík ásamt kennurum Borgarhólsskóla.

Skólasetning verður fimmtudaginn 24. ágúst kl:10:00

17. Febrúar 2017

Vetrarfrí

Vetrarfrí....... sjáumst aftur í skólanum fimmtudaginn 23. febrúar....

22. Nóvember 2016

Dagur barnasáttmálans

Dagur barnasáttmálans er 20. nóvember ár hvert og vöktum við athygli nemenda á sáttmálanum 18. - 22. nóvember. 

Grundvallareglurnar fjórar

Þó að öll réttindi Barnasáttmálans séu mikilvæg er almennt gengið út frá því að fjögur ákvæði feli í sér svokallaðar grundvallarreglur, sem tengja saman ólík ákvæði hans.. Grundvallarreglurnar fjórar ganga sem rauður þráður í gegnum allan sáttmálann og er því sérstaklega mikilvægt að hafa þær í huga þegar önnur ákvæði hans eru túlkuð, ekki síst ef ákvæði sáttmálans vegast á.

2. grein Jafnræði – bann við mismunun
Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.

3. grein Það sem barninu er fyrir bestu
Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.

6. grein Réttur til lífs og þroska
Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.

12. grein Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif
Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.
 

3. Nóvember 2016

Árshátíđ

 

Hin árlega árshátíð Reykjahlíðarskóla verður fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 19:30 í skólanum.
Nemendur flytja fjölbreytta skemmtidagskrá og að þessu sinni mun  7. - 10. bekkur  sýna leikritið Glanni glæpur.
Í hléi verður boðið upp á kaffiveitingar.
Aðgangseyrir er kr. 2.500.- fyrir 16 ára og eldri, fyrir skemmtun og kaffi.
Hvetjum alla til að koma og eiga frábæra kvöldstund og styrkja börnin.

Athugið að það er ekki posi á staðnum. 

Allur ágóði rennur í nemendasjóð.

Nemendur og starfsfólk

19. Ágúst 2016

Skólasetning

Skólasetning Reykjahlíðarskóla og Tónlistarskóla Mývatnssveitar verður fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10.
Eftir setningu verða nemendur í skólanum til kl. 12:30, þá verður hádegismatur og síðan keyra skólabílar akstursnemendur heim. Við gerum ráð fyrir að foreldrar komi með börnum sínum og verði í skólanum fram undir kl. 11.
Nemendur eru beðnir að koma með skólatöskur.
Innkaupalistar eru á heimasíðunni.
Skráning í tónlistarskólann hefst eftir skólasetningu.

19. Ágúst 2016

Vetrarstarfiđ ađ hefjast

Núna erum við starfsfólk skólans mætt til vinnu eftir sumarfrí og undirbúum vetrarstarfið. Við viljum minna ykkur á að innkaupalistarnir eru komnir á netið.

Skólasetningin verður svo fimmtudaginn 25. ágúst.

3. Júní 2016

Sumarfrí

Nú eru nemendur komnir í sumarfrí og styttist í að starfsfólk verði líka komið í sumarfrí…. Við óskum ykkur góðs sumars og sjáumst svo hress á skólasetningunni 25. ágúst. 

 

3. Júní 2016

Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir næsta skólaár eru tilbúnir hér á vef skólans undir hlekknum „Innkaupalistar“Endilega skoðið þetta J

25. Maí 2016

Skólaslit

Skólaslit Reykjahlíðarskóla verða þriðjudaginn 31. maí kl 17:00Allir velkomnir

29. Mars 2016

Grćnfánaafhending

Á næsta föstudag 1. apríl kl. 10 fær skólinn Grænfánann afhentan í fjórða sinn. Það verður lítil athöfn í skólanum og boðið verður upp á veitingar á eftir. Allir eru velkomnir og þætti okkur vænt um að sjá sem flesta.


Þetta er ekki aprílgabb

 

25. Janúar 2016

Auka frídagur í febrúar

Það verður vetrarfrí 22. og 23. febrúar og síðan skipulagsdagur kennara þann 24. febrúar þannig að nemendur eiga frí í 3 daga.

Nú er bara að fara skipuleggja fríið :)

17. Janúar 2016

Flutningur leikskólans hafinn

Í byrjun þessarar viku flutti hluti leikskólans til okkar í skólann. Þrír elstu árgangarnir verða hér fram á vor og hafa tvær kennslustofur, tölvustofuna (númer 5) og handavinnustofuna sem er í suðurendanum (undir kennarastofunni). Einnig nýta þau sameiginlegt rými með okkur og hugsanlega samnýtum við fleiri stofur.
Í sumar er stefnan að flytja nýjustu viðbyggingu leikskólans norðan við skólann og gera tengigang á milli. Leikskólinn fær þá smíðastofuna í norðurendanum og við flytjum smíðastofuna í suðurendann í handavinnustofuna. Næsta haust verður þá allur leikskólinn kominn hér í húsnæði skólans.
Þessir fyrstu dagar hafa gengið mjög vel og lofa góðu.

Enn er sama staðan með tónlistarskólann og ef einhver veit um fjölhæfan tónlistarkennara sem gæti komið  til okkar væri gott að fá ábendingar.

7. Janúar 2016

Myndir

Loksins eru komnar nýjar myndir, endilega skoðið þær undir hlekknum „myndir úr skólastarfinu“.

7. Janúar 2016

Gleđilegt nýtt ár

Reykjahlíðarskóli óskar nemendum og starfsfólki skólans sem og Mývetningum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir síðasta ár.

9. Nóvember 2015

Árshátíđ

Hin árlega árshátíð Reykjahlíðarskóla verður fimmtudaginn 12. nóvember og hefst kl.  20:00 í skólanum.

Nemendur flytja fjölbreytta skemmtidagskrá og að þessu sinni mun  8. - 10. bekkur  sýna leikritið Skilaboðaskjóðan.

Í hléi verður boðið upp á kaffiveitingar.

Aðgangseyrir er kr. 2.500.- fyrir 16 ára og eldri, fyrir skemmtun og kaffi.

Hvetjum alla til að koma og eiga frábæra kvöldstund og styrkja börnin.

Allur ágóði rennur í ferðasjóð.    

29. Október 2015

Danskennslu ađ ljúka

Nú er danskennslunni að ljúka og á morgun eru lokatímarnir og þá gefst foreldrum tækifæri á að koma og sjá börnin sín dansa. 

Yfirleitt hefur danskennslan verið ein vika en vegna veikinda þá dreifðist hún á 3 vikur.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun 

24. September 2015

Krakkarnir í hverfinu

Við fengum brúðuleikhús í heimsókn 22. september, Krakkarnir í hverfinu. Þetta er verkefni sem sýnt er um allt land á vegum Velferðarvaktarinnar og fjallar um ofbeldi, bæði líkamlegt og kynferðislegt. Nemendur í 1.-4. bekk sáu verkið.

22. September 2015

Samrćmduprófin

Samræmdu prófin eru núna í vikunni 21.-25. september hjá 4., 7. og 10. bekk.

17. September 2015

Norrćna skólahlaupiđ

Miðvikudaginn 16.september fór fram Norræna skólahlaupið. Nemendur í 1.-3.bekk hlupu 2,5 km, nemendur í 4.-7.bekk hlupu 5 km og nemendur í 8.-10.bekk hlupu 10 km. Allir stóðu sig mjög vel og kláruðu hlaupið og hlupu í heildina 190 km. Eftir hlaupið var ávaxtastund í skólanum áður en börnin fóru í sundlaugina og pottinn að slaka á eftir hlaupið. 

Hægt er að sjá myndir undir hlekknum „Myndir úr skólastarfinu“

 

14. September 2015

Tónlist fyrir alla

Við fengum tónlistarfólk í heimsókn þann 10. september. Þetta var verkefnið Tónlist fyrir alla.  Að þessu sinni var farið í tónlistarferðalag um Balkanlöndin. Hópurinn kallar sig Skuggamyndir frá Bysans. Þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi.

Hægt er að sjá myndir undir hlekknum „Myndir úr skólastarfinu“


Tilkynningar


Viđburđadagatal

 «Júlí 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    


Slóđin mín:

Fréttir

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Mynd