Beint á leiđarkerfi vefsins

Reykjahlíđarskóli

Skólahjúkrunarfrćđingur

Heilsuvernd skólabarna verður með líku sniði og verið hefur undanfarin ár. Skólahjúkrunarfræðingur er Ingibjörg Stefánsdóttir.

 Hjúkrunarfræðingur verður í Reykjahlíðarskóla annan hvern þriðjudag í vetur. Tilkynnt verður síðar hvenær skólaskoðun verður í skólanum.  Læknir frá heilsugæslustöðinni á Húsavík og skólahjúkrunarfræðingur hafa samvinnu um heilbrigðiseftirlit með nemendum og verður framkvæmd þess sem hér segir:

 1. bekkur  Börn sjónprófuð, heyrnarmæld, hæðarmæld og vigtuð. Fræðsla um hollustu, tennur, tannhirðu og hreinlæti.
2. bekkur Fræðsla um svefn og hvíld og hamingju.
3. bekkur Fræðsla um hreyfingu og mataræði.
4. bekkur Börn vigtuð, hæðarmæld, sjón- og litarskynsprófuð. Læknisskoðun framkvæmd. Fræðsla um slysavarnir, tannheilsu og hamingju.
5. bekkur Fræðsla um hreyfingu, hollustu og hamingju.
6. bekkur Kynþroskafræðsla.
7. bekkur Börn vigtuð, hæðarmæld og sjón- og litarskynsprófuð.  Bólusett við mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta). Fræðsla um tannvernd, hamingju og kynheilbrigði. Stúlkum boðið upp á bólusetningu til að koma í veg fyrir forstigsbreytingar í leghálsi og leghálskrabbamein (3.sprautur).
8. bekkur Spurningarblað um heilsu og líðan.  Fræðsla um hreyfingu, mataræði og kynheilbrigði.
9. bekkur Börn vigtuð, hæðarmæld og sjónprófuð. Læknisskoðun framkvæmd.  Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki stífkrampa og kíghósta (ein sprauta). Spurningarblað úr 8. bekk rætt aftur við hvern og einn. Fræðsla um hamingju, hugrekki og kynheilbrigði.
10. bekkur Útskriftarviðtal um lífið og tilveruna.

Hjúkrunarfræðingur mun sinna skipulagðri fræðslu, um er að ræða einstaklingsbundna fræðslu/ráðgjöf og hópfræðslu af ýmsu tagi. Lagt verður spurningarblað  fyrir börn í 8. bekk um andlega og líkamlega líðan þeirra, sýn  þeirra á lífið og framtíðina síðan er rætt við þau hvert og eitt um svörin. Þetta blað er síðan tekið upp aftur ári síðar og rætt við þau um hvort eitthvað sé breytt.  Þar sem tveir eða fleiri árgangar eru saman í stofu hefur fræðslan oft skipst milli ára í þeim árgöngum. 

Öllum börnum er gefinn kostur á viðtali við hjúkrunarfræðing árlega. Þeim börnum sem eitthvað finnst athugunarvert hjá er fylgt eftir.  Náin samvinna er höfð við kennara um velferð nemenda, og situr hjúkrunarfræðingur í nemendaverndarráði. Foreldrar eru hvattir til þess að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing ef breytingar verða á heilsufari barna þeirra, líkamlegu og/eða andlegu, eða ef einhverjar spurningar vakna.


Tilkynningar


Viđburđadagatal

 «Júlí 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    


Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Mynd